Belgískt súkkulaði hefur áunnið sér það orðspor að vera besta súkkulaði í heimi, þó líklega á pari við svissneskt súkkulaði og fyrir því er góð ástæða. Það er ekki aðeins vegna sérfræðiþekkingu Belgískra súkkulaðigerðamanna í gegnum aldirnar, vegna sérvalinna hágæða kakóbauna eða hinna ýmsu uppskrifta allt frá grunnmjólkursúkkulaði til pralínu með alls kyns fyllingum. Nei, þetta er vegna þess að allir þessir eiginleikar koma saman í Belgísku súkkulaði.
Það geta allir verið vissir um að finna Belgískt súkkulaði sem hentar þeirra smekk.
Ef þú skráir þig á póstlistannn okkar þá færð þú tilkynningar um nýjar vörur, tilboð og fréttir fyrstur af öllum!
Þið getið rétt imyndað ykkur áfallið, sem maður með sömu ástríðu fyrir belgísku súkkulaði og ég, fékk þegar ég áttaði mig á því að margar af mínum uppáhalds súkkulaðitegundum voru ófinnanlegar hér á landi. Ég tók upp á því að byrja að fylla helminginn af farangrinum mínum af belgísku súkkulaði í hvert skipti sem ég heimsótti fjölskylduna mína til Brussel, bara svo ég gæti gætt mér á mínu uppáhalds konfekti á hverjum degi, eins og ég hef fengið að venjast allt mitt líf, og leyfi ég íslenskum vinum mínum að njóta þeirra með mér með einstaklega góðum viðtökum.
Síðan fékk ég þessa frábæru hugmynd: Af hverju ekki að stofna fyrirtæki sem sér um að dreifa og deila þessari ástríðu fyrir belgísku súkkulaði til Íslendinga svo að allir geta notið þeirra dásamlegu súkkulaði afurða sem Belgía, besta súkkulaði land heims, getur af sér og ég ólst upp við. Þar afleiðandi varð Chocobel að veruleika svo að ég og mínir bræður og systur frá mínu nýja, kæra "ættleidda" landi Íslandi, getum notið besta súkkulaðisins saman.
Chocobel er verslun sem mig hefur lengi dreymt um að setja upp á Íslandi. Ég ólst upp í Belgíu þar sem súkkulaði hefur verið rótgróin hefð frá fornum tíma. Ég elska Belgískt súkkulaði innilega og langar til að deila þeirri ástríðu með öðrum sem hafa ekki fengið að kynnast þeirri dýrð sem Belgískt súkkulaði er. Í Belgíu borðum við súkkulaði við hvaða tækifæri hvar og hvenær sem er, heima, með kvöldverðinum eða í veislum. Þetta eru ekki bara fínar matvörur heldur stór hluti af lífi okkar.
Þegar ég flutti til Íslands síðla árs 2021 bjóst ég við að finna mitt ástkæra belgíska konfekt. Ég hafði alltaf fundið svo mikið af belgísku súkkulaði í matvöruverslunum eða í sérverslunum á ferðalögum.